Sjúkraþjálfun Íslands

Læknastöðin

Röntgen Orkuhús

Frábært aðgengi

Orkuhúsið er í Urðarhvarfi 8, stóru glerbyggingunni efst við Breiðholtsbraut.

Aðkoma að byggingunni er að sunnanverðu og hægt að leggja bílum á þremur mismunandi hæðum:

1. hæð: Aðkoma gegnum bílageymslu austanmegin.

2. hæð: Aðkoma gegnum bílageymslu sunnanmegin.

3. hæð: Aðkoma frá bílastæði við apótek sunnanmegin.

Aðgengi er einstaklega gott. Hægt er að ganga inn þurrum fótum allan ársins hring. Sjálfopnandi hurðir og lyftur milli hæða.

Orkuhúsið

Urðarhvarfi 8

Orkuhúsið er samstarf þriggja fyrirtækja á sviði stoðkerfisvandamála. Að Orkuhúsinu standa Læknastöðin, Sjúkraþjálfun Íslands og Röntgen Orkuhúsið og hafa þessir aðilar starfað saman frá byrjun. Með samstarfinu náum við að þjóna skjólstæðingum okkar á heildrænan hátt. 

Samvinna og samhæfð meðferð

Við fáum um 120.000 heimsóknir árlega og bjóðum skjólstæðingum okkar skjóta og samhæfða greiningu og meðferð á sínum stoðkerfisvandamálum.

Sérfræðingar Orkuhússins

Í húsinu starfa fjöldinn allur af sérfræðingum á sviði læknavísinda, sjúkraþjálfunar og myndgreiningar.

Að Orkuhúsinu standa þrjú fyrirtæki sem sérhæfa sig í stoðkerfisvandamálum

Læknastöði, Sjúkraþjálfun Íslands og Röntgen Orkuhúsið hafa starfað saman frá stofnun Orkuhússins. Framkvæmdastjóri Orkuhússins er Dagný Jónsdóttir. Hægt er að hafa samband við Dagnýju með því að senda tölvupóst á netfangið dagny@orkuhusid.is